Stærðarleiðbeiningar

Fatastærðir eru mjög mismunandi eftir merkjum og geta vintage fatastærðir verið ólíkar nútíma stærðum. Oft vantar einnig stærðarmerkingar í flíkina. Við mælum því hverja flík með málbandi og áætlum stærðina þannig. Áður en flík er keypt þá skaltu bera saman uppgefið mál á flíkinni við þín eigin mál. Einnig þarf að hafa í huga hvort að efnið teygist.